plága

velmegunarsjúkdómar herja á okkur eins og engisprettuplága.

en það eru fallegri hljóð í engisprettum en útsprettum hliðarspikuðum ofdekruðum gjaldþrota ringluðum einstaklingum.

ég horfi á þræla svitna undan svipuhöggum í sjónvarpinu meðan ég vorkenni sjálfri mér fyrir að liggja atvinnulaus í sófanum.

ef ég væri þræll væri ég örugglega mjórri, hugsa ég.

það eru víst öfgar í öllu.

ætli maður geti fengið beri beri á bora bora..?

hver ákveður þessi nöfn eiginlega? 

engispretturnar halda áfram að engjast um af sárum kvölum. magapínu eftir jólasteikina, lifrarverk eftir langvarandi bindindi frá edrúmennsku. legusár af umvefjandi sófabrölti. tannpínu af einskærri leti. björgunarhring sem bjargar engu, sérstaklega ekki sjálfsímyndinni eða stoltinu.

það verður síerfiðara að spretta um engin.

enginn verður verri þó hann vökvi á þér tærnar, með hávaða nöldri. röfl og gól. 

kannski lagast þetta með vorinu og hækkandi sól.

 

og svona smá í lokin..

löður laðar að sér lúsuga menn. þeir eru allir ágætir í senn.

þeir segja að leggist maður niður með hundum, þá oftar en stundum fái maður lús.

þeir drekki manns bús. 

 

flipi fer með fleipur og Finnur finnur ekki flibbahnappinn sinn.

hann hringir í sigga. sem svarar ekki svo hann sendir honum ímeil.

góðar stundir

 

núrgis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

BRAGÐ ER AF ÞÁ BARNIÐ FINNUR INGÓLFSSON......

Bergur Thorberg, 20.2.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband