komin tími á nýtt ljóð

blóð

það rímar við ljóð

líka fagurt fljóð

þó svo ég hafi aldrei heyrt það notað í fúlustu alvöru

enda úrelt

en svelt er greyið sem telst svo fínt

fegurðin er afmörkuð, afstæð og allt er sýnt

nú til dags

hvurslags!

er ég bara kerling?

ekki eldri en svo

hohoho

eða má klína þessu öllu á súr vínber

leti, og tilhneigingu til undirlætis allra kennda

ég kannast stundum við mig kennda

en alls ekki alltaf.

 

svona fór um sjóferð þá.

jahá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Takk fyrir athugasemdina á myndina á blogginu mínu. Hún er falleg það er svo mikil vídd í myndinni.

Hér er fyrri partur og þið botnið.

Hljóða fljóðin fjarska móð

falleg eru stundum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 3.4.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband