19.2.2009 | 21:14
Hafið.
Ég sit á steini niðri í fjöru og horfi á hafið, ég finn lykt af þörungum og salti, þetta er vond lykt en samt svo góð. Allt í einu sé ég höfuð með ljósu hári rísa upp úr hafinu, þetta er hafmeyja og hún bendir með fingrinum eins og ég eigi að koma nær, ég stend upp og stöðva, stari bara. Hún brosir svo vingjarnlega til mín og gefur enn merki um að ég eigi að koma nær. Ég geng alveg niður að sjónum og stoppa.
Ég er svo nálægt hafinu að rólegar öldurnar bleyta skóna mína, mér er sama. Hafmeyjan opnar munninn og segir blíðum rómi : Gakktu í bæinn, það er ekkert að óttast. Allt í einu er mér sama og geng út í hafið. Ég geng það langt út í að ég fer á kaf.
Ofan í sjónum er fallegt og litríkt, allt öðruvísi en í breskum heimildarþáttum um hafið. Ég og hafmeyjan gerum okkur glaðan dag og ég er eitt stórt bros. Við förum í stórt parísarhjól sem er stjórnað af sæhestum. Parísarhjólið stöðvast þegar ég er efst uppi, sætið mitt hallast á ská og ég missi takið og dett niður.
Ég ranka við mér við hliðina á steininum sem ég sat á áðan og horfði á hafið. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef sofnað. Mér leið betur þegar ég var sofandi.
Ég stend upp og dusta ekki af mér sandinn, geng í burtu og hugsa með mér að vonandi greinist ég með svefnsýki.
Kela.
Athugasemdir
er fiskifýla af hafmeyjum?
er sporðfýla af hafmönnum?
hvað varð um hafmanninn í húðbuxunum?
núrgis
patty og selma, 19.2.2009 kl. 21:18
þolinmæði vinnur allar þrautir,.. BÍDDU !
patty og selma, 19.2.2009 kl. 21:23
skrifaðu undir annars halda allir þig mig.
núrgis
patty og selma, 19.2.2009 kl. 21:36
OK damn u (kela)
patty og selma, 19.2.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.