3.4.2009 | 18:42
oj
helvítis oj.
andskotinn.
oj.
djöfulsins fokk, afhverju þarf svona fólk að vera til???
Hinn ítalski Fritzl fyrir rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 17:32
lame tenging
segir ekki neitt. sýnir ekki neitt.
totally lame.
blaðamenn mbl.is á ferð yet again.
Drottingin lítið hrifin af Berlusconi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 17:08
komin tími á nýtt ljóð
blóð
það rímar við ljóð
líka fagurt fljóð
þó svo ég hafi aldrei heyrt það notað í fúlustu alvöru
enda úrelt
en svelt er greyið sem telst svo fínt
fegurðin er afmörkuð, afstæð og allt er sýnt
nú til dags
hvurslags!
er ég bara kerling?
ekki eldri en svo
hohoho
eða má klína þessu öllu á súr vínber
leti, og tilhneigingu til undirlætis allra kennda
ég kannast stundum við mig kennda
en alls ekki alltaf.
svona fór um sjóferð þá.
jahá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 18:32
400 manns
what now?
þetta átti vera djókljóðablogg okkar systra en kommon. hverskonar lygamörður er þessi miðill eiginlega? tölur rokka á milli 5000 og 35.000.
400 er bara tilefni til að áætla að skemmdarvargar vinna innan veggja mbl.is, þeirra megin markmið að gjöreyðilegga trúverðugleika miðilsins.
Mótmæli færast til Strassborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2009 | 13:39
farið til fjandans
ég er sein
í mínum haus er bara bein
því þarf ég að rjúka til endurskoðandans
áður en skattaskýrslan fer alla leið til fjandans
hvenar bað ég um að borga skatta?
þetta er bara bull sem ég er ekki að fatta.
fjandans efnahagskerfi
eða kannski efnahagsgerfi
þetta voru einu sinni bara ímyndaðir peningar eftir allt saman
stundum var gaman
að fá ókeypis fé
bébé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009 | 21:24
ekki neitt
ekkert
ekki neitt
og alls ekki neitt merkilegt gerist hér.
eins og vera ber.
löggan ber skuldugan almenning,
vopnaðan stolnu skyri,
afþví þau eiga engan pening.
útrásaraumingjar laumast í burtu með bústna poka
merkta stóru $.
þeim er fjandans sama
um land og þjóð sem þeir merktu
gjaldþrot.
margt svo leim í hversdagsleika nútímans.
en að vissu eiga sumir sér systur
sem senda beikonsnakk yfir atlantshafið.
sér eigi að kostnaðarlausu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 22:44
Blótaðu í sand og ösku.
Yfir hátindum jökuls ég sé glitta í roðarós,
enginn mig sér nema Penelópa puntudrós.
En hún er ei mannleg né sálarleg,
aðeins skopmynd og alls ekki félagsleg.
Mig langar að nálgast herra himininn,
en Slúbbert mun stelast í gimsteininn.
Svo ég verð að vera hér með fasta rót,
helvítis, andskotans og fleira blót.
Kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2009 | 10:16
plága
velmegunarsjúkdómar herja á okkur eins og engisprettuplága.
en það eru fallegri hljóð í engisprettum en útsprettum hliðarspikuðum ofdekruðum gjaldþrota ringluðum einstaklingum.
ég horfi á þræla svitna undan svipuhöggum í sjónvarpinu meðan ég vorkenni sjálfri mér fyrir að liggja atvinnulaus í sófanum.
ef ég væri þræll væri ég örugglega mjórri, hugsa ég.
það eru víst öfgar í öllu.
ætli maður geti fengið beri beri á bora bora..?
hver ákveður þessi nöfn eiginlega?
engispretturnar halda áfram að engjast um af sárum kvölum. magapínu eftir jólasteikina, lifrarverk eftir langvarandi bindindi frá edrúmennsku. legusár af umvefjandi sófabrölti. tannpínu af einskærri leti. björgunarhring sem bjargar engu, sérstaklega ekki sjálfsímyndinni eða stoltinu.
það verður síerfiðara að spretta um engin.
enginn verður verri þó hann vökvi á þér tærnar, með hávaða nöldri. röfl og gól.
kannski lagast þetta með vorinu og hækkandi sól.
og svona smá í lokin..
löður laðar að sér lúsuga menn. þeir eru allir ágætir í senn.
þeir segja að leggist maður niður með hundum, þá oftar en stundum fái maður lús.
þeir drekki manns bús.
flipi fer með fleipur og Finnur finnur ekki flibbahnappinn sinn.
hann hringir í sigga. sem svarar ekki svo hann sendir honum ímeil.
góðar stundir
núrgis
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 22:23
Krá í lok dags.
Drottning dauðans rís upp fyrir augum mér
Yfirborðið fellur og undirlagið tekur við
Strýkur á mér vangann og ég reyni að biðja fyrir þér
Sekk niður í djúpið, enginn kemur, aðeins bið.
Vakna við þann drauminn og létti til,
sé birtu skína frá mána,
og í draumi mínum ég ekkert skil,
en á morgun mín ferð hún liggur á krána.
Kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 22:16
msn ljóð
einu sinni var stúlka.
hún var einnig þekkt sem telpa.
hún svaraði nafninu ljót fljóð og var náskyld barnungri telpu sem var talin heita litla ljót. þrátt fyrir augljósan skort á fegurð var hún ansi fljót.
ofurnúrgis says:
einnig átti hún lögheimili við ansi straumharða á, sem mætti telja sem fljót.
Rakel says:
með túlipana nef og nettlumunn
ofurnúrgis says:
ljót fljóð var með túlipananef og nettlumunn sem stafaði einkum af nálægð hennar við fljótið
Rakel says:
faðir hennar byggði von sína yfir óskabrunn
Rakel says:
græðlingar vorsins lognast út af
ofurnúrgis says:
hann hafði þó vit á því að byrgja brunninn áður en barnið datt í hann, honum til ómældrar ómæðu til ókominna tíma
ofurnúrgis says:
en græðlingar vorsins lognast út af og sá gróður sem faldi fés ljótu fljóðs felldi lauf sín og ljót fljóð felldi tár.
ofurnúrgis says:
hvað svo
Rakel says:
tár í steinsmynd
Rakel says:
sem dreyptu augu hennar vegna þunga
ofurnúrgis says:sögðu aðeins sögu hennar stutta
ofurnúrgis says:
faðir hennar sem grét hennar líf var nefnilega tröll
ofurnúrgis says:
í dulargerfi
Rakel says:
Jón tröll
Rakel says:
hinn eini og sanni og svona verða ljóð til eftir nokkrar hvítvínsflöskur og bjóra í dós
ofurnúrgis says:
hann hét jón tröll kenndur við tröll sem var bær í norður þingeyjasýslu
Rakel says:
ekki skattaskýrslu
ofurnúrgis says:
flón meinti ég
Rakel says:
tröll borga ekki skatt
Rakel says:
það er satt
Rakel says:
spurðu Ólaf Ragnar
Rakel says:
sem þagnar eftir búkhljóð borgarinnar
ofurnúrgis says:
jón tröll kenndur við flón skilaði aldrei inn skattaskýrslu þar sem tröll borga ekki skatt
ofurnúrgis says:
sbr. orðmæli ólafs ragnars þjóðháttafræðings
ofurnúrgis says:
sem þagnaði eftir búkhljóð þjóðarinnar
Rakel says:
er þetta ekki nógu langt
ofurnúrgis says:
jón tröll kenndur við flón átti sér sérkennilegan hæfileika
ofurnúrgis says:
hann talaði útdautt tungumál frá alaska
ofurnúrgis says:
þetta gerði honum ósköp lítið gagn en hélt þó yl um heilahvel hans er hann lagðist til hvílu (að því er hann hélt, hinstu hvílu) á hverju kvöldi
Rakel says:
án þess að hika með malt og salt sér við hlið
Rakel says:
tequila var alltaf efst í huga hans,
Rakel says:
(rúmba ég er full)
Rakel says:
ég bulla bara
ofurnúrgis says:
ég líka
ofurnúrgis says:
það er best
ofurnúrgis says:
haha
Rakel says:
ég á eftir að fara í bað og sofa og fara að vinna á morgun
Rakel says:
but I don´t care
Rakel says:
drekka 2 og hálfan bjór í viðbót
ofurnúrgis says:
ég á eftir að þora mér niður í I am legend þvottahúsið og hengja upp
ofurnúrgis says:
og vaska upp og fara í bað
Rakel says:
þú getur sofið út
ofurnúrgis says:
pffff
Rakel says:
með lappirnar í stút
Rakel says:
og augun í kút
ofurnúrgis says:
myndi frekar vilja fara vinna
Rakel says:
og magann í hnút
Rakel says:
dude
ofurnúrgis says:
mér leiðist óendanlega að vera atvinnulaus
Rakel says:
þú ert að vinna í bloggsíðu
Rakel says:
þú ert höfundur
ofurnúrgis says:
við erum höfundar
Rakel says:
já
Rakel says:
með meiru
ofurnúrgis says:
totally
ofurnúrgis says:
nú þurfum við bara abrakadabra að vekja athygli á þessu
Rakel says:
já þú ert þegar byrjuð á andlitsbók
Rakel says:
sá ég
Rakel says:
það er góð auglýsing
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 22:02
one third life crisis
so what if I never succeed
so what if my heart continues to bleed
so what if I never build that time machine
and travel back to the year of 1973?
will that mean my life will have no meaning?
my heart empty and without feeling
my mind troubled, spinning and reeling?
and so what if I do succeed?
what happens when I get everything I need
will it satisfy my everlasting greed
will I be full, purring and complete?
Im stuck in the age of binary codes
pixels, pastels and high maintenance roads.
In this age of wonder
I wonder if anyone wonders anymore at all.
Expired before its begun
All my past triumphs
All thats been won
Fades away in the news of today
a bigger, better game to play.
núrgis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:54
núrgis 2006
Hvað er málið með alvöru karlmenn og andfýlu?
Ég er ein af þeim sem vill hafa mína menn karlmannlega. Kunna að skipta um dekk og olíusíu. Eiga hamar og vera með hár á bringunni. En svo virðist sem menn í þessum flokki eigi í erfiðleikum með tannburstana sína. Þ.e.a.s. kunna ekki að nota þá.
Ég var haldin þeirri trú að allir á þessari plánetu, a.m.k. allir sem búa í hinum vestræna heimi viti það að maður er andfúll á morgnana eftir að maður kemst á kynþroskaaldur. Sem á að þýða það að allir séu komnir á það stig að vera andfúlir á morgnana eftir að þeir byrja að stunda kynlíf. En svo virðist sem þessi grundvallarþekking á lífinu hafi einfaldlega sloppið framhjá ákveðnum þjóðfélagshópi.
Maður skilur það að fólk sem kann ekki að þrífa sig, stundar dósa og flöskusöfnun úr sorptunnum borgarinnar (til mikillar hamingju fyrir plánetuna og umhverfið) og kemur reglulega fram í þættinum með heiðari snyrti og konunni þarna með gúmmíhanskana skuli ekki kunna á tannbursta. Og maður skyldi kannski veita þeim leyfi til ákveðinnar andfýlu á morgnana sökum vankunnáttu á þrifnaði. En svo mikli fríðindi hafa einfaldlega ekki allir. Og slíkan skilning er ég ekki reiðubúin að veita öllum.
Eins og áður sagði kann ég vel að meta karlmannlega menn. Menn með breiða handleggi, stórar vinnumannahendur með útstandandi æðum, kantaða höku og breiða kjálka og allt þar fram eftir götunum. En svo virðist að þessum mönnum hafi verið kennt með því hvernig eigi að beita hallamáli að það sé ekki karlmönnum sæmandi að brúka tannbursta og í sumum tilfellum, svitalyktareyði.
Hvað er málið?
Og hvers eigum við kvenlegu konurnar að gjalda?
Nú er ég afar kvenleg kona. Mér finnst afkaplega gaman að setja á mig varalit, brosa með seiðandi svip og dilla breiðum og burðarlegum mjöðmum fyrir framan karlmannlega menn. Blikka löngum augnhárum nokkrum sinnum hratt til að gefa í skyn hversu mikla ofbirtu karlmannleiki ákveðins karlmannlegs manns slær í augu mín. ..eða var það bara svitafýla?
Afþví nú er ég líka alveg agaleg pjattrófa. Ég bursta í mér tennurnar kvölds og morgna og stundum oftar eftir þörfum. Ég fer í sturtu á hverjum degi og ég nota alltaf svitalyktareyði. Lyktarlausan að sjálfsögðu, því hver vill lykta eins og ódýr yfirhylming af líkamslykt..?
Og ég hreinlega kann bara ekki að meta það þegar karlmannlegur maður með hár á bringunni vaknar við hliðina á mér eftir mjög karlogkvenlega nótt og geyspar stórum framan í mig. Með loðna tungu og gular mattar tennur. Keimurinn af kebab gærkvöldsins sinnum milljarðar af hraðvirkum bakteríum er því miður það yfirþyrmandi að hann drepur alla löngun til að nokkurntíman hitta áðurnefndan karlmannlega mann aftur.
Er það til of mikils mælst að menn geyspi í aðra átt, eða bursti í sér tennurnar áður en þeir ákveði að ráðast á mann með tungunni í morgunsárið?
Kannski er málið bara að þeir hafa horft of mikið á bandaríkst sjónvarpsefni. Þar sem konurnar vakna með fullkominn varalit og maskara og karlmannlegu mennirnir með bringuhárin og hallamálin grípa um kvenlegu mjaðmirnar þeirra og lyfta þeim upp á sig svo þau séu alveg fés til fés við hvort annað. Þá segja þau nokkur vel valin eggjandi orð við hvort annað, upp í hvors annars vit má við bæta, og kyssast síðan af miklum ákafa með öllum þeim tunguvöðvum sem þau búa yfir.
Ég verð að viðurkenna að ég hef reynt þetta, og það sem yfirgnæfði þessa annars hollywoodísku reynslu var alveg sérstaklega vond lykt sem maður finnur ekki annarstaðar en úr munnum sem eru búnir að liggja ónotaðir í nokkra klukkutíma. Mér finnst það ekkert kynæsandi. Og í raun veit ég ekki um neina konu sem finnst það. En svo virðist sem karlmannlegir menn haldi að þetta sé einmitt málið. Að það sé hluti af þeirra matsjó ímynd að þrífa sig ekki og flagga því svo við næsta kvenmann. Svona einhverskonar; hey, ljúfan, viltu finna svitafýluna mína, ég hef ekki farið í sturtu í viku..?
Og allt þetta meðan við berjumst sársaukafullum vonlausum bardaga við hin ýmsu óæskilegu líkamshár og eyðum meiri fjárhæðum í snyrtuvörur en varið er í hjálp til þróunarlanda á ári hverju. Ég meina.. þurfum við virkilega alla þessa bólufelara og naglabandaeyðara það mikið að það sé ekki hægt að brauðfæða heilu afríkuríkin? Á meðan tilvonandi makar okkar hafa ekki einu sinni fyrir því að þrífa af sér daglegan svita? Hvernig verða börnin okkar, er mér spurn. Illa lyktandi pempíur með franskar akrílneglur? Kannski er það núþegar farið að gerast. Hinir svokölluðu metro menn. Gagnkynhneigðir menn með allar þær snyrtiþarfir sem kvenleg kona fer fram á. Og framakonur í teinóttum buxnadrögtum með ferköntuð valdamannagleraugu sem tekur alla jakkafataklædda menn í nefið á næsta stjórnarfundi. Og hvernig verða börnin þeirra? Ringluð?
En hvað er rauverulega um að ræða hérna. Hommalega menn eða illa lyktandi karlmenni. Kannski er það ekkert svo skrýtið að við tventísomþeing konur séum fastar í haltu mér slepptu mér munstri. Hvað er raunverulega þarna til þess að halda í? Og hverju erum við að sleppa?
núrgis
Bloggar | Breytt 20.2.2009 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 21:49
Skúra, skrúbba og bóna, takið af ykkur skóna, trallalalla...
Gluggaþvottur einskis virði, allt svo verður skítugt aftur, ekki garðinn ég um hirði, og það ei gerir annar kjaftur.
Hugsa sér ef lífið væri, sápulaust og þvottaskert. Ekk´um málið annað færi, að ekkert væri umtalsvert.
Nú tek ég skrúbb í mína hendi og niðrá á gólf á fjórar fer. Fingurinn ég þeim sóðum sendi, sem ekki ætla´að hjálpa mér.
Kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:37
Farðu út að borða.
Ástfangin, stara á hvort annað með hendur undir höku. Náunginn pantar vín, konfekt og ástarböku.
Hún með varalit, augnskugga og í galakjól. Samt með húðslit, rauðbauga og fituskjól.
Þjónninn starir og fylgist með. Eigandinn sér það og rekur það peð.
Endalaust bíða þau átekta. Eftir matnum, víninu, eru vatnsskorta.
Klukkan tifar og garnagaul. Óróleg skrifar hún "garg og baul"
Rifrildið hófst út af kræsingum. Sem þau ekki fengu af æsingnum.
Í reiðinni strunsa þau heim á leið. Með leigubíl fara þau öskureið.
Endar þetta með óvissu ? Nei þau fóru heim að panta pizzu.
Kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:14
Hafið.
Ég sit á steini niðri í fjöru og horfi á hafið, ég finn lykt af þörungum og salti, þetta er vond lykt en samt svo góð. Allt í einu sé ég höfuð með ljósu hári rísa upp úr hafinu, þetta er hafmeyja og hún bendir með fingrinum eins og ég eigi að koma nær, ég stend upp og stöðva, stari bara. Hún brosir svo vingjarnlega til mín og gefur enn merki um að ég eigi að koma nær. Ég geng alveg niður að sjónum og stoppa.
Ég er svo nálægt hafinu að rólegar öldurnar bleyta skóna mína, mér er sama. Hafmeyjan opnar munninn og segir blíðum rómi : Gakktu í bæinn, það er ekkert að óttast. Allt í einu er mér sama og geng út í hafið. Ég geng það langt út í að ég fer á kaf.
Ofan í sjónum er fallegt og litríkt, allt öðruvísi en í breskum heimildarþáttum um hafið. Ég og hafmeyjan gerum okkur glaðan dag og ég er eitt stórt bros. Við förum í stórt parísarhjól sem er stjórnað af sæhestum. Parísarhjólið stöðvast þegar ég er efst uppi, sætið mitt hallast á ská og ég missi takið og dett niður.
Ég ranka við mér við hliðina á steininum sem ég sat á áðan og horfði á hafið. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef sofnað. Mér leið betur þegar ég var sofandi.
Ég stend upp og dusta ekki af mér sandinn, geng í burtu og hugsa með mér að vonandi greinist ég með svefnsýki.
Kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)