19.2.2009 | 21:01
Pirringur með gráðu.
Vindurinn blæs framan í mig, hárið festist í varaglossinum sem ég setti á mig í morgun til að líta betur út, nú er eins og hárið sé skítugt.
Ég rek nöglina í hurðahúninn þegar ég reyni að opna stífa hurðina og brýt nögl, ég sem var búin að lakka þær og pússa til að reyna að vera fín.
Ég lít í spegil og sé að maskarinn hefur lekið niður á kinn í rigningunni, ég sem málaði mig í morgun til að líta betur út.
Ég ákveð að fá mér kaffi en helli á hvíta blússuna sem ég fór í í morgun til að líta ekki út eins og afgangur kvöldmatsins í gær.
Það er helvítis basl að vera kona.
Kela.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 20:55
kela reyndi enn einu sinni að fá grein birta í velvakanda. tókst ekki.
Hæstaréttardómari okkar lands, formleg spurning hér í þinn garð.... Mér er spurn... samkynhneigt fólk getur nú gengið í hjónaband, sem ég og samþykki og þykir nútímaleg ákvörðun.
En þannig er mál með vexti að mig langar að eignast maka sem verður mér trúr, maka sem hlustar á mig og maka sem lætur vanlíðatilfinningu mína hverfa á brott. En það er enginn hér í þessum veraldaralega heimi sem hefur þessa eiginleika gagnvart mér, ég á reyndar vin sem kominn er yfir þokuna miklu, og ekki er nú hægt að giftast þeim sem aðrir ekki sjá... því er nú verr og miður því annars myndi ég láta til skara skríða.
Nú kem ég mér að efninu .... það eina sem kemur mér til að brosa út í annað og sjá lífgleði á ný, sá eini sem á mig hlustar á annríkisdögum er bjórinn... ég elska hann og vil kvænast honum... Er með einhverjum mögulegum hætti hægt að fá að giftast honum, þótt ekki væri nema bara í heimahúsi eða hvað sem dómi og presti hentar. Með von um skjót svör.
Virðingarfyllst :
Karólína Eyjólfsdóttir.
eftir kelu
postað af núrgis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 20:54
Vá.
Vá hvað mér leiðist.
Mér leiðist svo mikið að ég held að ég sé að hverfa. Mér finnst ég vera að leysast upp hægt og hægt. Á endanum verður ekkert eftir af mér. Litirnir dofna og hljóðin renna saman í eitt.
Það sem er eftir er bara ein grá þoka, sem einhvernveginn læðist um án þess að vekja upp nokkur viðbrögð hjá einum né neinum. Bara litlaust fyrirbrigði án persónuleika, án tilfinninga og án lífs.
Það er ekki að ástæðulausu að tölvur eru gráar á litinn.
Núrgis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 20:45
Smásaga.
Ásakanir flæða yfir mig eins og morandi hlandmaurar með ljósaperur í eyrunum.
Ég finn fyrir ógnarþreytu og sleni, alvalda nennuleysi.
Mig langar til að hverfa. Ég nenni ekki að vera hér lengur.
Ásakanir flæða en ég heyri ekki orð. Ég sé andlit hreyfast í takt við orð sem dansa út um varir fólks sem hafa enga þýðingu fyrir mig.
Ég hverf á vit ímyndunaraflsins.
Ég er stödd á fallegri sólarströnd. Ég ligg í hengirúmi á milli tveggja pálmatrjáa. Ég horfi á meistaraverk skaparans endurspeglast í litadýrð sólsetursins. Ég finn ljúfan andvarann leika um andlit mitt. Ég heyri róandi ölduniðinn og ég finn seyðandi bragðið af pina colada sem ég er að drekka úr kókoshnetu. Ég hef engar áhyggjur, það er ekkert í heiminum sem angrar mig, engin vandamál, bara ég og apakötturinn í pálmatrénu. Ég er ein í heiminum og allt er yndislegt.
Þangað til ég hrekk aftur inní gráma hversdagsleikans. Eins og nýfætt barn sem er rifið úr móðurkviðnum geri ég mér skyndilega grein fyrir því hvar ég er stödd í heiminum. Ég sé að fólk er pínulítið undrandi yfir því að ég skyldi allt í einu vera farin að brosa.
Ég andvarpa og velti því fyrir mér að skrifa lesendagrein í Morgunblaðið.
eftir núrgis
postað af kelu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 17:43
nýtt blogg veiiiiii
vei þeim sem ekki lesa bloggið okkar.
við erum ljóðrænar systur og okkar bíða lifrarpylsusokkar.
yfir til þín kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)