Færsluflokkur: Bloggar
19.2.2009 | 22:02
one third life crisis
so what if I never succeed
so what if my heart continues to bleed
so what if I never build that time machine
and travel back to the year of 1973?
will that mean my life will have no meaning?
my heart empty and without feeling
my mind troubled, spinning and reeling?
and so what if I do succeed?
what happens when I get everything I need
will it satisfy my everlasting greed
will I be full, purring and complete?
Im stuck in the age of binary codes
pixels, pastels and high maintenance roads.
In this age of wonder
I wonder if anyone wonders anymore at all.
Expired before its begun
All my past triumphs
All thats been won
Fades away in the news of today
a bigger, better game to play.
núrgis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:54
núrgis 2006
Hvað er málið með alvöru karlmenn og andfýlu?
Ég er ein af þeim sem vill hafa mína menn karlmannlega. Kunna að skipta um dekk og olíusíu. Eiga hamar og vera með hár á bringunni. En svo virðist sem menn í þessum flokki eigi í erfiðleikum með tannburstana sína. Þ.e.a.s. kunna ekki að nota þá.
Ég var haldin þeirri trú að allir á þessari plánetu, a.m.k. allir sem búa í hinum vestræna heimi viti það að maður er andfúll á morgnana eftir að maður kemst á kynþroskaaldur. Sem á að þýða það að allir séu komnir á það stig að vera andfúlir á morgnana eftir að þeir byrja að stunda kynlíf. En svo virðist sem þessi grundvallarþekking á lífinu hafi einfaldlega sloppið framhjá ákveðnum þjóðfélagshópi.
Maður skilur það að fólk sem kann ekki að þrífa sig, stundar dósa og flöskusöfnun úr sorptunnum borgarinnar (til mikillar hamingju fyrir plánetuna og umhverfið) og kemur reglulega fram í þættinum með heiðari snyrti og konunni þarna með gúmmíhanskana skuli ekki kunna á tannbursta. Og maður skyldi kannski veita þeim leyfi til ákveðinnar andfýlu á morgnana sökum vankunnáttu á þrifnaði. En svo mikli fríðindi hafa einfaldlega ekki allir. Og slíkan skilning er ég ekki reiðubúin að veita öllum.
Eins og áður sagði kann ég vel að meta karlmannlega menn. Menn með breiða handleggi, stórar vinnumannahendur með útstandandi æðum, kantaða höku og breiða kjálka og allt þar fram eftir götunum. En svo virðist að þessum mönnum hafi verið kennt með því hvernig eigi að beita hallamáli að það sé ekki karlmönnum sæmandi að brúka tannbursta og í sumum tilfellum, svitalyktareyði.
Hvað er málið?
Og hvers eigum við kvenlegu konurnar að gjalda?
Nú er ég afar kvenleg kona. Mér finnst afkaplega gaman að setja á mig varalit, brosa með seiðandi svip og dilla breiðum og burðarlegum mjöðmum fyrir framan karlmannlega menn. Blikka löngum augnhárum nokkrum sinnum hratt til að gefa í skyn hversu mikla ofbirtu karlmannleiki ákveðins karlmannlegs manns slær í augu mín. ..eða var það bara svitafýla?
Afþví nú er ég líka alveg agaleg pjattrófa. Ég bursta í mér tennurnar kvölds og morgna og stundum oftar eftir þörfum. Ég fer í sturtu á hverjum degi og ég nota alltaf svitalyktareyði. Lyktarlausan að sjálfsögðu, því hver vill lykta eins og ódýr yfirhylming af líkamslykt..?
Og ég hreinlega kann bara ekki að meta það þegar karlmannlegur maður með hár á bringunni vaknar við hliðina á mér eftir mjög karlogkvenlega nótt og geyspar stórum framan í mig. Með loðna tungu og gular mattar tennur. Keimurinn af kebab gærkvöldsins sinnum milljarðar af hraðvirkum bakteríum er því miður það yfirþyrmandi að hann drepur alla löngun til að nokkurntíman hitta áðurnefndan karlmannlega mann aftur.
Er það til of mikils mælst að menn geyspi í aðra átt, eða bursti í sér tennurnar áður en þeir ákveði að ráðast á mann með tungunni í morgunsárið?
Kannski er málið bara að þeir hafa horft of mikið á bandaríkst sjónvarpsefni. Þar sem konurnar vakna með fullkominn varalit og maskara og karlmannlegu mennirnir með bringuhárin og hallamálin grípa um kvenlegu mjaðmirnar þeirra og lyfta þeim upp á sig svo þau séu alveg fés til fés við hvort annað. Þá segja þau nokkur vel valin eggjandi orð við hvort annað, upp í hvors annars vit má við bæta, og kyssast síðan af miklum ákafa með öllum þeim tunguvöðvum sem þau búa yfir.
Ég verð að viðurkenna að ég hef reynt þetta, og það sem yfirgnæfði þessa annars hollywoodísku reynslu var alveg sérstaklega vond lykt sem maður finnur ekki annarstaðar en úr munnum sem eru búnir að liggja ónotaðir í nokkra klukkutíma. Mér finnst það ekkert kynæsandi. Og í raun veit ég ekki um neina konu sem finnst það. En svo virðist sem karlmannlegir menn haldi að þetta sé einmitt málið. Að það sé hluti af þeirra matsjó ímynd að þrífa sig ekki og flagga því svo við næsta kvenmann. Svona einhverskonar; hey, ljúfan, viltu finna svitafýluna mína, ég hef ekki farið í sturtu í viku..?
Og allt þetta meðan við berjumst sársaukafullum vonlausum bardaga við hin ýmsu óæskilegu líkamshár og eyðum meiri fjárhæðum í snyrtuvörur en varið er í hjálp til þróunarlanda á ári hverju. Ég meina.. þurfum við virkilega alla þessa bólufelara og naglabandaeyðara það mikið að það sé ekki hægt að brauðfæða heilu afríkuríkin? Á meðan tilvonandi makar okkar hafa ekki einu sinni fyrir því að þrífa af sér daglegan svita? Hvernig verða börnin okkar, er mér spurn. Illa lyktandi pempíur með franskar akrílneglur? Kannski er það núþegar farið að gerast. Hinir svokölluðu metro menn. Gagnkynhneigðir menn með allar þær snyrtiþarfir sem kvenleg kona fer fram á. Og framakonur í teinóttum buxnadrögtum með ferköntuð valdamannagleraugu sem tekur alla jakkafataklædda menn í nefið á næsta stjórnarfundi. Og hvernig verða börnin þeirra? Ringluð?
En hvað er rauverulega um að ræða hérna. Hommalega menn eða illa lyktandi karlmenni. Kannski er það ekkert svo skrýtið að við tventísomþeing konur séum fastar í haltu mér slepptu mér munstri. Hvað er raunverulega þarna til þess að halda í? Og hverju erum við að sleppa?
núrgis
Bloggar | Breytt 20.2.2009 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 21:49
Skúra, skrúbba og bóna, takið af ykkur skóna, trallalalla...
Gluggaþvottur einskis virði, allt svo verður skítugt aftur, ekki garðinn ég um hirði, og það ei gerir annar kjaftur.
Hugsa sér ef lífið væri, sápulaust og þvottaskert. Ekk´um málið annað færi, að ekkert væri umtalsvert.
Nú tek ég skrúbb í mína hendi og niðrá á gólf á fjórar fer. Fingurinn ég þeim sóðum sendi, sem ekki ætla´að hjálpa mér.
Kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:37
Farðu út að borða.
Ástfangin, stara á hvort annað með hendur undir höku. Náunginn pantar vín, konfekt og ástarböku.
Hún með varalit, augnskugga og í galakjól. Samt með húðslit, rauðbauga og fituskjól.
Þjónninn starir og fylgist með. Eigandinn sér það og rekur það peð.
Endalaust bíða þau átekta. Eftir matnum, víninu, eru vatnsskorta.
Klukkan tifar og garnagaul. Óróleg skrifar hún "garg og baul"
Rifrildið hófst út af kræsingum. Sem þau ekki fengu af æsingnum.
Í reiðinni strunsa þau heim á leið. Með leigubíl fara þau öskureið.
Endar þetta með óvissu ? Nei þau fóru heim að panta pizzu.
Kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:14
Hafið.
Ég sit á steini niðri í fjöru og horfi á hafið, ég finn lykt af þörungum og salti, þetta er vond lykt en samt svo góð. Allt í einu sé ég höfuð með ljósu hári rísa upp úr hafinu, þetta er hafmeyja og hún bendir með fingrinum eins og ég eigi að koma nær, ég stend upp og stöðva, stari bara. Hún brosir svo vingjarnlega til mín og gefur enn merki um að ég eigi að koma nær. Ég geng alveg niður að sjónum og stoppa.
Ég er svo nálægt hafinu að rólegar öldurnar bleyta skóna mína, mér er sama. Hafmeyjan opnar munninn og segir blíðum rómi : Gakktu í bæinn, það er ekkert að óttast. Allt í einu er mér sama og geng út í hafið. Ég geng það langt út í að ég fer á kaf.
Ofan í sjónum er fallegt og litríkt, allt öðruvísi en í breskum heimildarþáttum um hafið. Ég og hafmeyjan gerum okkur glaðan dag og ég er eitt stórt bros. Við förum í stórt parísarhjól sem er stjórnað af sæhestum. Parísarhjólið stöðvast þegar ég er efst uppi, sætið mitt hallast á ská og ég missi takið og dett niður.
Ég ranka við mér við hliðina á steininum sem ég sat á áðan og horfði á hafið. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef sofnað. Mér leið betur þegar ég var sofandi.
Ég stend upp og dusta ekki af mér sandinn, geng í burtu og hugsa með mér að vonandi greinist ég með svefnsýki.
Kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2009 | 21:01
Pirringur með gráðu.
Vindurinn blæs framan í mig, hárið festist í varaglossinum sem ég setti á mig í morgun til að líta betur út, nú er eins og hárið sé skítugt.
Ég rek nöglina í hurðahúninn þegar ég reyni að opna stífa hurðina og brýt nögl, ég sem var búin að lakka þær og pússa til að reyna að vera fín.
Ég lít í spegil og sé að maskarinn hefur lekið niður á kinn í rigningunni, ég sem málaði mig í morgun til að líta betur út.
Ég ákveð að fá mér kaffi en helli á hvíta blússuna sem ég fór í í morgun til að líta ekki út eins og afgangur kvöldmatsins í gær.
Það er helvítis basl að vera kona.
Kela.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 20:55
kela reyndi enn einu sinni að fá grein birta í velvakanda. tókst ekki.
Hæstaréttardómari okkar lands, formleg spurning hér í þinn garð.... Mér er spurn... samkynhneigt fólk getur nú gengið í hjónaband, sem ég og samþykki og þykir nútímaleg ákvörðun.
En þannig er mál með vexti að mig langar að eignast maka sem verður mér trúr, maka sem hlustar á mig og maka sem lætur vanlíðatilfinningu mína hverfa á brott. En það er enginn hér í þessum veraldaralega heimi sem hefur þessa eiginleika gagnvart mér, ég á reyndar vin sem kominn er yfir þokuna miklu, og ekki er nú hægt að giftast þeim sem aðrir ekki sjá... því er nú verr og miður því annars myndi ég láta til skara skríða.
Nú kem ég mér að efninu .... það eina sem kemur mér til að brosa út í annað og sjá lífgleði á ný, sá eini sem á mig hlustar á annríkisdögum er bjórinn... ég elska hann og vil kvænast honum... Er með einhverjum mögulegum hætti hægt að fá að giftast honum, þótt ekki væri nema bara í heimahúsi eða hvað sem dómi og presti hentar. Með von um skjót svör.
Virðingarfyllst :
Karólína Eyjólfsdóttir.
eftir kelu
postað af núrgis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 20:54
Vá.
Vá hvað mér leiðist.
Mér leiðist svo mikið að ég held að ég sé að hverfa. Mér finnst ég vera að leysast upp hægt og hægt. Á endanum verður ekkert eftir af mér. Litirnir dofna og hljóðin renna saman í eitt.
Það sem er eftir er bara ein grá þoka, sem einhvernveginn læðist um án þess að vekja upp nokkur viðbrögð hjá einum né neinum. Bara litlaust fyrirbrigði án persónuleika, án tilfinninga og án lífs.
Það er ekki að ástæðulausu að tölvur eru gráar á litinn.
Núrgis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 20:45
Smásaga.
Ásakanir flæða yfir mig eins og morandi hlandmaurar með ljósaperur í eyrunum.
Ég finn fyrir ógnarþreytu og sleni, alvalda nennuleysi.
Mig langar til að hverfa. Ég nenni ekki að vera hér lengur.
Ásakanir flæða en ég heyri ekki orð. Ég sé andlit hreyfast í takt við orð sem dansa út um varir fólks sem hafa enga þýðingu fyrir mig.
Ég hverf á vit ímyndunaraflsins.
Ég er stödd á fallegri sólarströnd. Ég ligg í hengirúmi á milli tveggja pálmatrjáa. Ég horfi á meistaraverk skaparans endurspeglast í litadýrð sólsetursins. Ég finn ljúfan andvarann leika um andlit mitt. Ég heyri róandi ölduniðinn og ég finn seyðandi bragðið af pina colada sem ég er að drekka úr kókoshnetu. Ég hef engar áhyggjur, það er ekkert í heiminum sem angrar mig, engin vandamál, bara ég og apakötturinn í pálmatrénu. Ég er ein í heiminum og allt er yndislegt.
Þangað til ég hrekk aftur inní gráma hversdagsleikans. Eins og nýfætt barn sem er rifið úr móðurkviðnum geri ég mér skyndilega grein fyrir því hvar ég er stödd í heiminum. Ég sé að fólk er pínulítið undrandi yfir því að ég skyldi allt í einu vera farin að brosa.
Ég andvarpa og velti því fyrir mér að skrifa lesendagrein í Morgunblaðið.
eftir núrgis
postað af kelu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 17:43
nýtt blogg veiiiiii
vei þeim sem ekki lesa bloggið okkar.
við erum ljóðrænar systur og okkar bíða lifrarpylsusokkar.
yfir til þín kela.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)